Anna G. Steinsen
Anna G. Steinsen, tómstunda-og félagsmálafræðingur,
heilsumarkþjálfi og jógakennari, fjallar um álag, streitu og kvíða framhaldsskólanema
og hvernig hægt er að sporna gegn því að þessi líðan verði viðvarandi. Unglingarnir
okkar þurfa að takast á við mikinn hraða og áreiti. Það dynja á þeim allskyns
skilaboð úr öllum áttum um hvernig þeir eiga að vera, hvað þeir eiga að gera og
hvernig þeir eiga að haga sér. Kvíði og streita er ekki eitthvað sem við viljum
að unga fólkið okkar fari með út í lífið og því spurning hvað við getum gert
sem foreldrar. Við hvetjum alla foreldra til að koma og hlusta á áhugaverðan
fyrirlestur miðvikudaginn 6. apríl kl. 20:00 í st. 11 í MH. Foreldraráð MH