Við í MH tökum spennt á móti nemendum í dag og hefst skólinn kl. 9:00. Nemendur mæta í stofurnar sínar skv. stundaskrá og byrjar tíminn á stuttri rafrænni skólasetningu rektors. Nýnemar skólans fá sérstaka athygli í dag frá nemendafélaginu-NFMH og verður ýmislegt gert til að bjóða þau velkomin í skólann. Matarvagnar verða á bílaplaninu milli 11:15 og 12:50 þar sem flestir ættu að geta keypt sér eitthvað við hæfi í tilefni dagsins. Það er vegna þeirra sem bílaplanið fyrir framan skrifstofuna er lokað. Ef einhver á eftir að láta laga stundatöfluna sína þá eru námstjórar og áfangastjóri tilbúin að taka á móti breytingum á skrifstofu skólans. Gleðilegt nýtt skólaár.