13.03.2011
Úrslitakeppni framhaldsskólanema í stærðfræði fór fram
laugardaginn 5. mars. Góður árangur í úrslitakeppninni veitir rétt til þátttöku í Norrænu
stærðfræðikeppninni sem verður haldin 4. apríl.
Í þetta sinn munu 15 keppendur frá Íslandi taka þátt í
Norrænu stærðfræðikeppninni og þeirra á meðal eru 4 nemendur MH. Þeir eru Ásgeir Valfells, Haukur Óskar
Þorgeirsson, Ragnheiður Guðbrandsdóttir og Sigtryggur Hauksson.
Við óskum þessum nemendum til hamingju með árangurinn.
Sérstök ástæða er til að óska Ásgeiri til hamingju, en hann lenti í öðru sæti í
úrslitakeppninni.