22. Almenna landskeppnin í efnafræði fór fram í framhaldsskólum landsins þriðjudaginn 28. febrúar. Alls tóku 103 nemendur þátt, úr sex skólum.
Sigurvegari landskeppninnar er MH-ingurinn Jón Hilmir Haraldsson en hann hlaut 85 stig af 100 mögulegum. Auk þess urðu MH-ingarnir Tómas Böðvarsson í sjötta sæti og Jón Halldór Gunnarsson í áttunda sæti. Við óskum þeim öllum innilega til hamingju með árangurinn.
13 efstu keppendum er boðið að taka þátt í úrslitakeppni sem verður haldin í Háskóla Íslands helgina 25.-26. mars næstkomandi og óskum við okkar nemendum góðs gengis í þeirri keppni.