Hafragrauturinn

Pálmi áfangastjóri og glaðasti grautarneytandinn
Pálmi áfangastjóri og glaðasti grautarneytandinn

Fyrsti hafragrautur haustannar var framreiddur í MH í dag og vakti mikla gleði hjá öllum. Grauturinn er nú borinn fram í fyrsta skipti í margnota skálum. Með grautnum er hægt að fá ýmiskonar útálát eins og kanil, salt, mjólk eða soyamjólk. Grautinn eiga nemendur að borða á Matgarði eða Miðgarði og setja svo skálar á þar til gerða vagna eða borð við enda salanna eftir að þau hafa klárað grautinn.