Innritun nýnema í MH fyrir haustið 2010

Nemendur fæddir 1994 eða síðar og eru að ljúka námi úr 10. bekk grunnskóla sækja um 12.-16. apríl 2010 og geta endurskoðað val sitt 7.-11. júní 2010. Innritun eldri umsækjenda fæddra 1993 eða fyrr fór fram 20. apríl-31. maí 2010. Svör til þeirra hafa verið birt á Menntagátt og bréf eru í pósti. Allar umsóknir eru rafrænar og sótt er um á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins menntagatt.is. Upplýsingar um inntökuskilyrði og viðmiðunarreglur MH má finna á þessari síðu ofarlega til vinstri.