Íþróttakennsla

Íþróttakennsla hefur verið utanhúss það sem af er önninni en færist nú inn í hús frá og með miðvikudeginum 8. september. Við hvetjum nemendur til að mæta með viðeigandi íþróttafatnað og skó til notkunar innanhúss. Í MH er góð aðstaða til íþróttaiðkunar í þremur íþróttasölum. Stór salur fyrir bolta- og badmintonáfanga, minni salur fyrir jógaáfanga og lyftingaraðstaða fyrir lyftingar- og þrekáfanga. Einnig er í boði að taka fjallgönguáfanga og áfangann hjólað í skólann.