Á morgun, þriðjudaginn 18. apríl, verður fyrsta kynning fyrir 10. bekkinga sem misstu af opnu húsi 22. mars. Þar munu starfs- og námsráðgjafar, auk nemenda úr skólanum, taka á móti forvitnum 10. bekkingum og sýna þeim skólann og segja frá því sem við höfum upp á að bjóða. Fullt er á kynninguna í dag, en önnur kynning verður mánudaginn 24. apríl. Hér er hægt að skrá sig á kynninguna 24. apríl. Hægt er að skoða kynningarefni um MH hér á heimasíðunni og skemmtilegt myndband sem sýnir húsnæðið í MH séð í gegnum Minecraft gleraugu.