Betur má ef duga skal - Lífshlaupið - allir með!

MH tekur þátt í Lífshlaupinu. Skólinn er eitt lið nemenda og starfsfólks. Til að fá skráðan 1 dag þarf að stunda miðlungserfiða eða erfiða hreyfingu í minnst 30 mínútur samtals yfir daginn. Tímanum má skipta upp í nokkrar styttri einingar yfir daginn s.s. nokkrar 10 eða 15 mínútna lotur í senn. Allir dagar telja með (frídagar og virkir dagar). Allir taka þátt og skrá hreyfingu sína með liði MH á www.lifshlaupid.is