Mynd tekin af Kristni Ingvarssyni af heimasíðu HÍ
Háskóli Íslands úthlutaði nýlega styrkjum úr Afreks- og hvatningarsjóði skólans. Að þessu sinni fengu 37 nemar styrk og voru 7 MH-ingar í þeim hópi. Við óskum þessum MH-ingum innilega til hamingju með styrkinn og erum stolt af þeim.
Styrkþegarnir eru Bragi Þorvaldsson, Embla Rún Halldórsdóttir, Freydís Xuan Li Hansdóttir, Ragnheiður María Benediktsdóttir, Ragnhildur Björt Björnsdóttir, Steinunn Kristín Guðnadóttir og Uloma Lisbet Rós Osuala. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu HÍ.