Síðasti dagur til að segja sig úr áfanga er 17. janúar
16.01.2020
Til og með 17. janúar er hægt að segja sig úr áfanga án þess að fá fall. Það er gert með því að koma við hjá námsráðgjafa, námstjórum eða á skrifstofunni. Eftir það er ekki hægt að segja sig úr áfanga og verða nemendur að vera í þeim áföngum sem þeir eru með í töflunni sinni.
Eftir 5 vikur af kennslu er mæting nemenda skoðuð skv. nýjum reglum um lágmarksmætingu í áfanga. Ef raunmæting er undir 60% þá er nemandi skráður hættur í áfanganum.