Skjalaöskjur á leið á Þjóðskjalasafn
MH skilaði einu bretti af skjalaöskjum til Þjóðskjalasafns í dag. Öskjurnar innihéldu ýmis gögn úr nemendaskrá skólans, m.a. gamla handskrifaða spjaldskrá, vitnisburð um verklag liðinnar tíðar. Fyrirferðarmest voru gögn nemenda sem stunduðu nám í öldungadeild á einhverjum tímapunkti en brautskráðust ekki úr MH. Öldungadeildin var starfrækt á árunum 1972-2014. Vanti einhverja „öldunga“ upplýsingar um námsferil sinn verða þeir því að leita til Þjóðskjalasafns hér eftir.