Söngvaseiður

Von Trapp fjölskyldan er stórkostlegasta og hæfileikaríkasta fjölskyldan í MH sem sameinast MÍT neme…
Von Trapp fjölskyldan er stórkostlegasta og hæfileikaríkasta fjölskyldan í MH sem sameinast MÍT nemendum í söng og hljóðfæraleik.

Við getum ekki hætt að tala um söngleikinn okkar, Söngvaseið. María Hjörvar og Sara Gunnlaugsdóttir, oddvitar leikfélagsins mættu í bítið í morgun og sögðu frá söngleiknum sem er að gera allt vitlaust þessa dagana. Nú þegar hefur verið uppselt á 3 fyrstu sýningarnar og er að seljast upp á þá fjórðu sem er á fimmtudaginn. Sýningin er alveg stórkostleg upplifun og ótrúlegir hæfileikar sem eru þarna á ferð. Gæsahúð út í gegn sem nemendur MH og MÍT gefa okkur í gegnum alla sýninguna. Miðasala fer fram á tix.is og eru næstu sýningar fimmtudag, föstudag, laugardag ( kl. 20) og sunnudag ( kl. 15:00). Góða skemmtun.