Þar sem við erum því miður ekki laus við Covid-19 þá þurfum við að ítreka sóttvarnarreglur svo að skólahald getið gengið sem best fyrir sig.
- Grímuskylda er í skólanum en taka má grímur niður þegar nemendur hafa fengið sér sæti i kennslustofum.
- Virðum nándarmörk, þ.e. einn metra.
- Mælt er með að sótthreinsa borð á milli kennslustunda og gæta að persónubundnum sóttvörnum.
- Borðum í kennslustofum er raðað upp með einum metra á milli nemenda.
- Kennslustofur verða opnar á milli tíma.
- Ekki mega fleiri en 200 koma saman í samkomurýmum skólans, t.d. Matgarði, Miðgarði og Norðurkjallara. Forðumst hópamyndanir.
- Mælt er að með að nota rakningarapp heilbrigðisyfirvalda.
Ferðalangar sem eru að koma erlendis frá, verða að fara í skimun innan 48 tíma frá komu. Því má ekki koma í skólann fyrr en niðurstaða úr skimun er ljós.
Veikindaskráning er í Innu og þarf að skrá sóttkví eða veikindi á hverjum degi.