Stærðfræðikeppni framhaldsskólanna fer fram á sama tíma í öllum framhaldsskólum landsins, þriðjudaginn 3. október kl. 8:20. Þau sem standa sig vel í forkeppninni fá að taka þátt í úrslitakeppni sem fer fram í mars. Allir framhaldsskólanemendur geta tekið þátt þar sem keppt er í tvennu lagi, nýnemar keppa á neðra stigi, aðrir nemendur keppa á efra stigi.
Fyrir utan viðurkenningar og verðlaun fyrir efstu sætin í keppnunum, þá er árangur keppenda hafður til hliðsjónar þegar valdir eru keppendur í Eystrasaltskeppnina í stærðfræði, Norrænu stærðfræðikeppnina og á Ólympíuleikana í stærðfræði, en allar þessar keppnir eru haldnar á hverju ári. Svo er líka bara gaman að taka þátt. Skráning fer fram hjá stærðfræðikennurum skólans eða með því að senda póst á kristjan@mh.is.