Upplýsingar um norsku- og sænskukennslu í MH haustið 2023 er hægt að finna hér á heimasíðunni og eru nemendur sem eru að koma úr öðrum framhaldsskólum beðnir um að skrá sig í áfangana hjá sínum skóla, ekki á skrifstofu MH. Hver skóli sendir okkur lista yfir þá sem eru að koma í þetta nám til okkar og við skráum ykkur í Innu.
Þeir nemendur sem telja sig uppfylla skilyrði fyrir stöðuprófi í öðruhvoru þessara tungumála geta skráð sig hér á heimasíðunni, eftir að hafa skoðað vel skilyrði sem sett eru.