Eldri hluti MH-kórsins
Foreldrar og forsjáraðilar nýnema haustannar 2023 mættu í MH í gærkvöldi. Rektor tók á móti gestunum og svo var fylgt fyrirfram útgefinni dagskrá sem endaði með kórsöng þar sem nýir kórmeðlimir fengu líka að spreyta sig. Eftir samveru á sal fóru allir í kennslustofur með lífsleiknikennurum og fengu ítarlegri kynningu þar á því sem nýnemar MH eru að gera. Í lokin var boðið upp á kaffi og kleinur og margir gamlir MH-ingar gengu um húsið og rifjuðu upp gamla tíma. Takk fyrir komuna.