Takk fyrir komuna á kynningarfund okkar í MH fyrir foreldra og forsjáraðila nýnema haustannar. Eftir ræðu rektors talaði Karen jafnréttis- og samskiptaráðgjafi um áskoranir sem við öll stöndum frammi fyrir í samskiptum. Eftir að Gylfi Guðmundsson hafði sagt frá foreldraráðinu og starfi þess, kom kórinn og söng. Í lok síðasta lagsins bættust nýliðar kórsins við og upplifðu dynjandi lófaklapp áheyrenda í sal. Eftir það fóru allir í stofur með umsjónarkennurum þar sem farið var yfir ýmislegt sem tengist því að eiga nýnema í MH. Kvöldið endaði svo á spjalli yfir kaffi og kleinum. Takk fyrir komuna.