Bóas Valdórsson sálfræðingur í Menntaskólanum við Hamrahlíð. mbl.is/Eggert
Í erindi Bóasar Valdórssonar, sálfræðings við Menntaskólann í
Hamrahlíð, á fundi samtakanna Náum áttum um einmanaleika og
sjálfskaðandi hegðun ungs fólks kom m.a. fram að nemendur í framhaldsskóla eru duglegir við að nýta sér sálfræðiþjónustu sem er í boði innan skólans. Þeir eru almennt opnir með að tjá sig um vandamálin sem þeir standa frammi fyrir og gera kröfu um að vera hamingjusamir. Hins vegar eru þeir undir miklu álagi og áreitið er mikið. Ítarlegri frásögn má lesa í þessari frétt á mbl.is.