Undanfarna daga hafa nemendur MH verið að velja sér áfanga fyrir næstu önn. Þegar nemendur velja þá eru þau um leið að ákveða með okkur hvaða áfanga á að kenna á næstu önn. Mikið er í boði og hvetjum við ykkur öll til að skoða vel hvað boðið er upp á. Áfangaframboðið og kynningar á valáföngum má finna á heimasíðunni undir hnappnum Valvika. Þeir sem eiga eftir að velja og þurfa aðstoð við valið geta leitað til náms- og starfsráðgjafa, námstjóra, áfangastjóra eða konrektors. Mögulegt er að velja út daginn í dag, þriðjudaginn 18. október.