Valvika

Valvika stendur yfir þar sem nemendur velja sjálf þá áfanga sem þau vilja taka næsta haust. Með valinu er verið að kanna hvaða áfangar verða í endanlegu áfangaframboði skólans haustið 2024. Ýmislegt er í boði og þurfa nemendur að skoða vel hvaða áfangar henta þeirra braut og þeirra áhugasviði. Á heimasíðunni geta nemendur skoðað lista yfir áfanga sem eru í boði og myndrænar kynningar á valáföngum haustannar 2024.  Valinu lýkur 11. mars og endanlegt áfangaframboð liggur svo fyrir á staðfestingardegi í lok maí. Nemendur þurfa að vanda valið vel til að við getum tekið réttar ákvarðanir byggðar á þeirra vali.