01.12.2011
Nemandi sem ekki getur mætt í próf vegna veikinda skal tilkynna skrifstofu skólans það símleiðis fyrir kl. 14 hvern dag sem hún/hann á
að vera í prófi. Þá fær nemandinn upplýsingar um sjúkrapróf. Nemandinn mætir í sjúkrapróf á tilsettum
tíma og skilar þar læknisvottorði fyrir veikindadaginn/dagana. Sé um langvarandi veikindi að ræða skal nemandi hafa samband við
prófstjóra Guðmund Arnlaugsson sögukennara.
Hann er með viðtalstíma kl. 10 - 11 í st. 38 og símaviðtalstíma, S:5955200, kl. 10:30 – 11:00 alla prófdagana. Hann afgreiðir allar
undanþágur.