Veikindi á prófatíma
- Veikindi á prófdegi verður að tilkynna í gegnum Innu, samdægurs fyrir kl.14.
- Nemendur eldri en 18 ára skrá þau sjálf í gegnum sína Innu.
- Forráðamenn nemenda yngri en 18 ára skrá veikindi í gegnum sína Innu á sama hátt og þau hafa gert í vetur.
- Í lok hvers prófdags fer prófstjóri yfir skráðar veikindatilkynningar í Innu, staðfestir þær og veitir upplýsingar um sjúkraprófstíma. Staðfestingin sést í Innu viðkomandi nemenda og forráðamanna og kemur einnig fram í tölvupósti.
Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu skólans.
Viðtalstími prófstjóra er á hverjum prófdegi kl. 10.00 – 11.00 í stofu 38.