Hér á að lýsa húsnæði skólans. Æskilegt að hafa myndir líka.
Húsnæði og aðstaða í Menntaskólanum við Hamrahlíð
Húsnæði Menntaskólans við Hamrahlíð er samtals 11.131m2. Fyrsta hæð skólans er 5895 m2 og önnur hæð 5236 m2.
Húsnæðið skiptist í eftirfarandi flokka:
Kennslustofur 3497m2
Kennsluaðstaða í líkamsrækt 1012 m2
Bókasafn og lessvæði nemenda 808 m2
Salerni, tækni- og gangasvæði 2057 m2
Starfsmannaaðstaða 1109 m2
Félagssvæði nemenda 307 m2
Geymslur 650 m2
Matsalur nemenda 650 m2
Salir- og hátíðarsvæði 1038 m2
Kennslustofur
Kennslustofur skólans rúma flestar 16 til 30 nemendur og eru 40 talsins ef hátíðarsalurinn er talinn með. Auk þessu eru tveir fyrirlestrarsalir sem rúma 60-72 nemendur. Raungreinastofur eru í nýrri hluta skólans og eru vel tækjum búnar.
Kennsluaðstaða í líkamsrækt
Kennslustofur í líkamsrækt eru fjórar, þ.e. stór íþróttasalur, minni íþróttasalur, skvasssalur og lyftinga- og tækjasalur. Auk þess eru tveir búningsklefar fyrir nemendur og sérstök búningsaðstaða og skrifstofa fyrir íþróttakennara.
Fyrirlestrarsalir
Fyrirlestrarsalir eru tveir (stofur 11 og 29) og rúma 72 og 60 nemendur. Salirnir eru vel tækjum búnir og eru m.a. starfsmannafundir haldnir í stofu 11.
Bókasafn
Bókasafn er staðsett á annarri hæð í nýrri hluta skólans og myndar í raun hjarta skólans. Á bókasafni eru lesbásar og lesstofa sem rúma um 120 nemendur. Á bókasafni geta nemendur fengið lánað fleira en bækur, t.d. fartölvur og spjaldtölvur auk ýmissa annarra tækja.
Hátíðarsalur – Mikligarður
Mikligarður er hátíðarsalur skólans. Þar er jafnframt kennd leiklist ásamt lífsleikni útskriftarefna. Kór skólans notar einnig salinn fyrir æfingar og tónleikahald. Salurinn nýtist vel á stærri viðburðum í skólastarfinu, t.d. útskrift, tónleikum, MORFÍS, o.fl. Mikligarður getur rúmað 500 manns í sæti auk 180 sem geta setið á sviði.
Félagsaðstaða nemenda
Nemendafélag skólans hefur umsjón með Norðurkjallara sem er rúmlega 300 fermetrar. Þar eru skrifstofur NFMH en einnig hefur Leikfélag skólans umsjón með Undirheimum þar sem æfingar og minni leiksýningar fara fram.
Aðstaða starfsfólks
Kaffistofa og mötuneyti starfsfólks er staðsett á annarri hæð í eldri byggingu skólans. Vinnustofur eru víða um skólann og skrifstofa skólans ásamt skrifstofum stjórnenda eru staðsettar í vesturhorni Hamrahlíðar megin. Náms- og starfsráðgjafar, sálfræðingur og tölvu- og tækniþjónusta hafa aðstöðu á fyrstu hæð sunnan megin í eldri byggingu. Á fyrstu hæð í eldri byggingu, sunnan megin, er sturtuaðstaða fyrir starfsfólk ásamt læstum skápum.
Aðgengi fatlaðra
Gangar skólans eru rúmir fyrir hjólastóla. Tvær lyftur eru í skólanum, bæði í eldri og nýrri hluta hússins. Inngangur á norðurhlið opnast sjálfkrafa og við inngang á suðurhlið eru hnappar til að opna dyr. Bílastæði fyrir fatlaða eru sunnan og norðan megin við skólann. Skábrautir eru inni í skólanum þar sem er hæðarmunur og því er hjólastólaaðgengi gott.
Bílastæði og hleðslustöðvar
Við skólann eru um 200 bílastæði, þar af 6 stæði fyrir hreyfihamlaða. Fjögur stæði eru fyrir bíla sem þurfa rafmagnshleðslu og hægt er að fjölga þeim í 10 ef þörf er á.
Matsalur nemenda – Sómalía og Matgarður
Sómalía er veitingasala nemenda sem NFMH á og rekur. Á Matgarði geta um 250 manns setið á hverjum tíma og er salurinn jafnan þéttsetinn í frímínútum og hádegishléum.
Miðgarður
Miðgarður þjónar sem les- og vinnuaðstaða nemenda. Þar eru sæti fyrir um 200 nemendur og einnig borðtölvur sem nemendur geta nýtt í náminu.