Í þessum hluta jafnlaunakerfisins er skipurit MH sett fram. Gátlisti sem lýsir hlutverkum, ábyrgð og völdum tengdum jafnlaunakerfi MH er viðamikill. Þar eru ábyrgðaraðilar skjala kerfisins tilgreindir og auðlindum skólans lýst en þær tryggja að unnt sé að koma jafnlaunakerfinu á kopp, viðhalda því og tryggja stöðugar umbætur þess. Verklagsregla er um hæfni og þjálfun þeirra sem vinna eftir kerfinu og önnur um samskipti og upplýsingamiðlun, t.d. til starfsmanna. Skjalfesting kerfisins er mikilvæg. Hér er verklagsregla um skjalastýringu og gátlisti um skjalfestingu.
Yfirlit yfir skjöl sem tengjast innleiðingu og starfrækslu jafnlaunakerfisins. Númerin vísa til númera greina jafnlaunastaðalsins.
4.4 Innleiðing og starfræksla
4.4.1 Skipurit (STE)
4.4.1 Hlutverk, ábyrgð og völd (GAT)
4.4.2 Hæfni og þjálfun (VKL)
4.4.3 Samskipti og upplýsingamiðlun (VKL)
4.4.4 Skjalfesting jafnlaunakerfis (GAT)
4.4.5 Skjalastýring (VKL)