Áfanginn er fyrir þá sem vilja ná langt í sinni íþróttagrein og skilgreina sig sem afreksíþróttafólk. Íþróttagreinin þarf að vera viðurkennd af Íþróttasambandi Íslands (ÍSÍ) og íþróttafélagið aðili að sérsambandi innan ÍSÍ.
Þeir sem sækja um nám við MH þurfa að geta þess á umsókn að þeir sæki um afreksíþróttaval. Iðkun nemanda í afreksíþróttum getur numið allt að 25 einingum, þ.e. einingar í afreksíþróttum geta komið í stað eininga í líkamsræktaráföngum og frjálsu vali á brautum skólans, 10-25 einingar alls.
Nemendur sem sækja um afreksíþróttaval verða boðaðir á fund með fagstjóra í líkamsrækt í upphafi hverrar annar.
Nemendur þurfa að uppfylla ÖLL eftirfarandi atriði til þess að fá æfingar metnar til eininga:
- Skila inn umsóknareyðublaði.
- Skila inn umsögn/meðmælum frá þjálfara (má senda í tölvupósti á erla@mh.is).
- Mæta á 95% af æfingunum í íþróttagreininni.
- Mæta á einn fund eða fræðslu í mánuði í MH og/eða skila verkefnum því tengdu ef nemendur forfallast vegna keppni/æfinga.