DANS3CC05 - Danskt samfélag og menning
Stutt lýsing á áfanga:
Menntun og skólar í Danmörku og hvaða möguleikar liggja þar. Blaðagreinar, smásögur, ljóð, stuttmyndir, kvikmynd, ævintýri og skáldsaga. Örkynningar á norsku og sænsku.
Nokkur lykilhugtök áfangans:
Kennslan er miðuð við C1 samkvæmt evrópsku tungumálamöppunni. Unnið með efni áfangans í þemavinnu. Áherslan er á tali og ritun og miðar áfanginn að því að nemendur tileinki sér fjölbreytta texta og orðaforða, fjalli um þá munnlega og skriflega, taki afstöðu og rökstyðji mál sitt. Í áfanganum er gerð krafa um að nemendur geti unnið sjálfstætt bæði í einstaklings- og hópvinnu.
Námsmat: Lokapróf er tekið í lok annarinnar og gildir 40 % af lokaeinkunn. Ýmiss konar verkefni og próf á önninni gilda 60% af lokaeinkunn.