EÐLI2AA05 - Byrjunaráfangi í eðlisfræði á náttúrufræðibraut

Staða áfanga:

Áfanginn er kjarnaáfangi á náttúrufræðibraut.
Nemendur á öðrum brautum en náttúrufræðibraut geta valið þennan áfanga sem einn af þremur raungreinaáföngum í kjarna.

Stutt lýsing á efni áfangans:
Áfanginn er fyrsti áfanginn í eðlisfræði og er grunnur fyrir frekara nám í eðlisfræði. Farið er yfir grunnhugtök í aflfræði og varmafræði en mikil áhersla er lögð á að kenna vinnubrögð, bæði við úrlausn verkefna og við verklegar æfingar. Nemendur eru þjálfaðir í notkun táknmáls eðlisfræðinnar og lausn dæma.
Nemendur framkvæma nokkrar tilraunir í áfanganum.

Nokkur lykilhugtök áfangans:
Aflfræði: Hraði, hröðun, kraftur, lögmál Newtons, skriðþungi, varðveisla skriðþunga, atlag, vinna, stöðuorka, hreyfiorka, afl, varðveisla orkunnar, hringhreyfing, hröðun í hringhreyfingu, miðsóknarkraftur, þrýstingur, vökvaþrýstingur, uppdrif, flotgeta.
Varmafræði: Varmaorka, varmaflutningur, eðlisvarmi, varmarýmd, orkubreytingar við hitastigsbreytingar, orkubreytingar við fasabreytingar, varmaskiptin, núllta og fyrsta lögmál varmafræðinnar.

Námsmat:
Áfanganum lýkur með lokaprófi. Einnig eru heimadæmi, próf inni á önninni og verklegar æfingar metin til lokaeinkunnar.