EFNA1AQ05 - Kynningaráfangi fyrir nemendur sem ekki hyggja á lengra nám í efnafræði

Valkostur sem einn af þremur raungreinaáföngum í kjarna annarra brauta en náttúrufræðibrautar.

Áfanginn er undanfari fyrir eftirfarandi áfanga:
Ekki undanfari annarra efnafræðiáfanga. Þeir nemendur sem vilja halda því opnu að taka fleiri áfanga í efnafræði eiga að byrja í EFNA2AA.

Stutt lýsing á efni áfangans:

  • Nemendur læra um táknmál efnafræðinnar (frumefnatákn, efnaformúlur, efnajöfnur) og hvernig lesa má fróðlegar og gagnlegar upplýsingar út úr lotukerfinu.
  • Í áfanganum er fjallað um mikilvægi og notagildi efnafræði í daglegu lífi og hvernig hún útskýrir eðli og eiginleika helstu efna í umhverfi okkar.
  • Lögð er áhersla á að nálgast námsefnið með hjálp einfaldra tilrauna sem nemendur framkvæma svo og notkun sameindalíkana og skoðun tölvuforrita og annarra gagna sem finna má á netinu.

Námsmat:
Byggir að jöfnu á frammistöðu nemenda á önninni (verkefni, tilraunir, vinna í tímum) og prófi í annarlok.