Stutt lýsing á efni áfangans:
Meðal efnis í áfanganum er: Sýru-basa hvörf, títrun, eðli og eiginleikar lofttegunda, ástandsjafna lofts, orka í efnahvörfum, varmamælingar, hraði efnahvarfa og þættir sem hafa áhrif á hraða, bygging atóma og sameinda, gerðir efnatengja og áhrif þeirra á efna- og eðliseiginleika. Kynning á lífrænni efnafræði.
Framkvæmdar eru nokkrar tilraunir svo sem: Sýru-basa títrun, ákvörðun gasfastans, varmamælingar, mælingar á hraða efnahvarfa, litrófsskoðun og þrívíddarlögun sameinda. Úrvinnsla og skýrslugerð.
Nokkur lykilhugtök áfangans:
Sýru- og basaskilgreiningar (Arrhenius, Brönsted-Lowry), pH kvarðinn, sýru-basa pör, rammar og daufar sýrur og basar, gasjafna, gasfasti, lögmál Boyles, Charles og Avogadros, hiti, varmi og varmamælingar, innvermin og útvermin efnahvörf, myndunarvarmi, eðlisvarmi, DH, orkulínurit, virkjunarorka, sameindasvigrúm, svigrúmablöndun, VSEPR-kenningin um lögun sameinda, skautun, jónatengi, málmtengi, samgild tengi, vetnistengi, London kraftar, áhrif millisameindakrafta á bræðslu- og suðumark. Skilgreining lífrænna efna.
Námsmat:
Áfanganum lýkur með lokaprófi. Hluti lokaeinkunnar ræðst af frammistöðu í verklegum æfingum, kaflaprófum og öðrum verkefnum sem unnin eru á önninni.