Staða áfanga:
Áfangann má velja sem þriðja áfanga í kjarna náttúrufræðibrautar.
Stutt lýsing á efni áfangans:
Áfanginn fjallar um lífræn efni, flokkun þeirra og nöfn, eiginleika og efnahvörf. Áhersla er lögð á efnafræði kolefnis og kolefnissambanda og gerð og eðli tengja í lífrænum efnum. Lýst er helstu tegundum efnahvarfa og hagnýtingu þeirra við efnasmíðar, þ.e. hvernig einu lífrænu efni er breytt í annað.
Í verklegum æfingum er m.a. fengist við: eimingu vökvablöndu, framleiðslu á ester, aspiríni og wintergreenolíu og áhrifum þrívíddarbyggingar sameinda á eðli og eiginleika lífrænna efna.
Nokkur lykilhugtök áfangans:
Virkir hópar og helstu flokkar lífrænna efna, IUPAC-nafnakerfi, svigrúmablöndun kolefnis, skautun tengja og skautunaráhrif. Óstöðug milliefni í þrepahvörfum og helstu tegundir efnahvarfa: Stakeindahvörf, kjarnsækin og rafsækin skiptihvörf, kjarnsækin og rafsækin viðbótarhvörf, fráhvörf, oxun og afoxun. Einkenni, hvarfgangur og vettvangur mismunandi tegunda efnahvarfa.
Námsmat:
Áfanganum lýkur með prófi í annarlok. Verklegar æfingar, skýrslur, verkefni, prófæfingar og önnur frammistaða á önninni er einnig metið til lokaeinkunnar