Stutt lýsing á efni áfangans:
Áhersla er lögð á að nemendur verði vel læsir á fræðilega texta. Þeir verða þjálfaðir í að tileinka sér akademískan orðaforða, tjá hugsun sína skýrt í riti og rökstyðja skoðanir sínar. Áhersla er lögð á vandlegan lestur texta með það fyrir augum að byggja upp virkan og hagnýtan orðaforða. Lesin eru bókmenntaverk úr hinum enskumælandi menningarheimi.
Nokkur lykilhugtök áfangans:
Akademískur orðaforði, vinna með orðabækur, uppbygging efnisgreina, rökstuddar skoðanir, helstu hugtök bókmenntaumræðu, munnleg tjáning,menningarumhverfi, mismunandi málsnið í ensku.
Námsmat: Verkefni, smápróf, ritun, ástundun og lokapróf.