ENSK3CH05 - Enska 3 - hraðferð
Stutt lýsing á áfanga:
Áhersla er áfram lögð á að efla nákvæman skilning. Nemendur
vinna með og þjálfa krefjandi orðaforða sem hjálpar þeim að skilja flókna og fjölbreytta
texta. Nemendur vinna einnig með bókmenntaverk sem dýpka enn skilning þeirra á orðgnótt
enskrar tungu og menningu enskumælandi þjóða. Ritun nemenda endurspeglar þessar
áherslur og sýnir að þeir hafa náð valdi á grunnfærniþáttum tungumálsins.
Nokkur lykilhugtök áfangans:
Víðtækur krefjandi orðaforði, rökræður á ensku, skilningur daglegs
máls, lipurleg beiting mismunandi málsniða, ritun rökfærsluritgerða, framsögn, gagnrýninn lestur.
Námsmat:
Munnleg og skrifleg verkefni, smápróf, ritun, ástundun og lokapróf.