ENSK3DB05 - British Humour/Breskur húmor

Stutt lýsing á áfanganum:

Nemendur öðlast þekkingu á ýmsu sem tengist breskum húmor, s.s., einkennum, bakgrunni, menningu og tilvísunum í sögu (sögulega atburði). Tungumál þeirra verka sem skoðuð eru er krufið til mergjar. Nemendur kynnast einnig mismunandi tegundum húmors, ákveðnum höfundum og verkum þeirra. Áhersla er lögð á sjálfstæða vinnu og verkefni og að nemendur leiti sér sjálfir fanga. Nemendur vinna að fjölbreyttum verkefnum sem miða að því að þjálfa framsögn, samræður, samvinnu, hlustun, gagnrýna hugsun, málsskilning og ritfærni.

Nokkur lykilhugtök áfangans:

Helstu einkenni bresks húmors, orðaforði, menningarumhverfi, skapandi og gagnrýnin hugsun, rökstuðningur, samspil menningar og tungumáls, ritun, tjáning

Námsmat:

Símatsáfangi sem byggir á verkefnum, smáprófum, ritun, munnlegri færni og ástundun