ENSK3DD05 - Enska til undirbúnings háskólanáms og fjölbreyttra starfa

 Stutt lýsing á áfanga:

Áhersla er á að auka enn akademískan og formlegan orðaforða í
ensku til að undirbúa nemendur fyrir nám á háskólastigi og fjölbreytt störf. Nákvæmur lestur
greina um ýmis málefni og hlustun á fyrirlestra og kynningar stuðla að því að nemendur geti
tjáð sig af öryggi í ræðu og riti. Sem fyrr er unnið ítarlega með bókmenntaverk.

Nokkur lykilhugtök áfangans: Formlegur akademískur orðaforði, latneskir orðstofnar, forskeyti,
stofnar, viðskeyti, tímaritsgreinar, bókmenntir.


Námsmat: Verkefni, smápróf, ritun, ástundun og lokapróf.