ENSK3DE05 - Business English/Viðskiptaenska

Stutt lýsing á áfanganum:

Markmið þessa áfanga er að auka samskiptafærni nemenda, einkum í formlegum samskiptum eins og tíðkast í viðskiptalífinu. Nemendur auka viðskiptatengdan orðaforða sinn og hæfni til að skrifa og tala ensku á faglegum nótum. Við tökum fyrir sérhæfðan orðaforða sem nýtist á sviði viðskipta, og nemendur fá þjálfun í samskiptum í gegnum fjarfundabúnað og tölvupóst. Einnig fá þeir þjálfun í að skrifa skýrslur og gera faglegar kynningar.

Nokkur lykilhugtök áfangans:

Sértækur viðskiptaorðaforði, samskiptafærni, bréfaskipti, skýrslugerð, kynningar, siðvenjur og hefðir í viðskiptum.

Námsmat:

Símatsáfangi.