ENSK3DM05 - From Book to Film/Bókmenntir aðlagaðar að kvikmyndum
Stutt lýsing á áfanganum:
Í þessum áfanga er lögð áhersla á að nemendur lesi lykiltexta sem hafa verið aðlagaðir í kvikmyndir, og greini hvernig textanum er breytt á milli listforma. Í áfanganum verður fjallað sérstaklega um hvað felst í aðlögun á efni úr einum miðli í annan og farið í ítarlegar greiningar á ýmiskonar textum og kvikmyndum. Athugið að áherslur í áfanganum eru ólíkar hverju sinni og mismunandi bókmenntaform geta verið tekin fyrir, s.s. myndasögur eða leikrit í stað hefðbundins skáldskaps.
Nokkur lykihugtök áfangans:
Bókmenntir, kvikmyndir, aðlögun, rökstuddar skoðanir, helstu hugtök bókmennta- og kvikmyndaumræðu, munnleg tjáning, ritun
Námsmat:
Skapandi verkefni, smápróf, ritun/textagreining, ástundun og ferilmappa