ENSK3DS05 - Science Fiction/Vísindaskáldskapur
Stutt lýsing á áfanganum:
Í þessum áfanga fá nemendur tækifæri til þess að dýpka þekkingu sína á helstu hugmyndum og straumum og stefnum innan vísindaskáldskapar. Nemendur lesa lykilverk, aðallega frá seinni hluta 20. aldarinnar. Einnig er rýnt í þróun vísindaskáldskapar og hvernig þessi tegund bókmennta hefur verið aðlöguð yfir í margskonar miðla í gegnum árin, s.s. útvarp, sjónvarp og kvikmyndir. Nemendur eru hvattir til að stunda gagnrýna hugsun í gegnum lestur, umræður og skrif.
Nokkur lykilhugtök áfangans:
Vísindaskáldskapur, bókmenntahugtök, aðlögun, rökstuddar skoðanir, munnleg tjáning, ritun
Námsmat:
Smærri próf og verkefni, kynning, og dagbókarskrif