ENSK3DV05 - English in a Wider Context/Enska í víðara samhengi

 
Stutt lýsing á áfanganum:
Í þessum áfanga fá nemendur tækifæri til að efla enn frekar enskufærni með áherslu á orðaforða. Nemendur fá tækifæri til að nálgast tungumálið frá ólíkum sjónarhornum, s.s. sögulegum, landfræðilegum, og fræðilegum. Litið er til þess hvernig enskan þróaðist frá fornensku í nútímaensku, hvernig ólíkar enskar mállýskur lýsa sér, og hvernig á að skrifa akademíska texta. Við lok námskeiðsins ættu nemendur að hafa öðlast dýpri skilning á ensku í víðara samhengi og vera betur undirbúnir til frekara náms þar sem enska er notuð, annaðhvort sem markmál eða sem hluti af námsefni.
 
Nokkur lykihugtök áfangans:
Málsaga, mállýskur, málhreimar, sértækur orðaforði, akademísk vinnubrögð, fræðitextar
 
Námsmat:
Tímaverkefni, heimaverkefni, ritgerð, stórt lokaverkefni, ástundun og þátttaka.