ENSK3DW05 - Creative Writing/Skapandi skrif
Stutt lýsing á áfanga:
Skapandi skrif, tækni til sköpunar vs. listhneigð, lestur sem innblástur, ritun og ritunarferlið. Við könnum hvort hægt sé að kenna skapandi skrif. Einkenni skapandi texta skoðuð. Endurminningaskrif prófuð og endurminninga-valbók lesin. Prósaljóð sem og ljóð ort undir bragarháttum skoðuð. Nemendur skrifa ljóð og deilda með samnemendum. Nemendur skapa skáldsagnapersónu sem hægt er að nýta í sögur síðar í áfanganum. Ýmsar hliðar skáldsagnagerðar skoðaðar og smásögur lesnar. Nemendur skrifa sögur og sögubrot og deila með samnemendum. Uppbygging ástarsagna og glæpasagna kannaðar. Handritaskrif prófuð.
Námsmat:
Símat: bókargreining, ljóðaskrif, smærri ritunarverkefni, jafningjamat.
Lokamat:
Lokaverkefnið er frumsamið fullunnið verk: til dæmis smásaga, ljóð eða endurminningar, 3000 orð en minna fyrir ljóðasafn.
Einingar: 5