Stutt lýsing á áfanga:
Klassískar bókmenntir og fjölmiðlatextar. Nemendur öðlast aukna þekkingu
á krefjandi bókmenntaverkum og leikni í að vinna með þau.
Einnig er unnið með texta um málefni sem eru ofarlega á
baugi. Nemendur vinna að fjölbreyttum verkefnum sem miða
að því að þjálfa nemendur í samvinnu, samræðum, hlustun,
framsögn, gagnrýnni hugsun, lesskilningi og ritfærni.
Nokkur lykilhugtök áfangans: Bókmenntir, ritgerðasmíð,
fjölmiðlatextar, rökræða.
Námsmat: Verkefnavinna af ýmsu tagi, próf úr
textum/bókmenntum, ritgerðir, munnleg próf, ástundun. Án
lokaprófs.