FÉLA2AA05 - Almenn kynning á félagsfræðinni
Stutt lýsing á áfanganum:
Í áfanganum er fjallað um tengsl einstaklings og samfélags með því að kynna grunnhugtök félagsfræðinnar. Nemendur læra hvernig einstaklingar móta samfélagið og hvernig samfélagið mótar einstaklinginn. Markmið áfangans er að efla skilning og áhuga nemenda á samfélaginu í víðu samhengi og hjálpa þeim að skilja heiminn - og sig sjálf - betur.
Nokkur lykilhugtök áfangans:
Félagsfræðilegt innsæi, Verstehen, menning, staðalmyndir og fordómar, gildi, viðmið og félagslegt taumhald, samfélag, félagsmótun, fjölskyldan, lýðræði og jafnrétti.
Námsmat:
Fjölbreytt verkefnavinna, hlutapróf og lokapróf.