FÉLA2AB05 - Kynjafræði

Stutt lýsing á áfanganum: 

Í áfanganum öðlast nemendur dýpri skilning á hugtakinu kyn, kynhlutverkum og valdatengslum í samfélaginu með því að setja upp hin svokölluðu kynjagleraugu. Þau skoða heiminn og sjálfið sitt út frá kynjafræði kenningum og læra að greina hvernig hugmyndir samfélagsins um kyn hafa áhrif á líf einstaklinga og samfélagsins í heild. Kynjafræði varpar nýju ljósi á það sem mörg telja algildan sannleik eða hlutlausa sýn á heiminn. Markmið áfangans er að stuðla að vitundarvakningu með aukinni þekkingu og sjálfsvitund nemenda að leiðarljósi.

Helstu hugtök:

Jafnrétti, bylgjur í feminískri baráttu, kyn og kyngervi, kynjakerfið, kynjagleraugun, kynsegin- og hinseginleikinn, kynlífshandritið, klám og kynferðislegt ofbeldi.

Námsmat: 

Kynjafræði er símatsáfangi, þ.e. námsmat er í formi fjölbreyttra verkefna sem skilað er jafnt og þétt yfir önnina.