FÉLA2BF05 - Fjölmiðlafræði
Stutt lýsing á áfanganum:
Í áfanganum kynnast nemendur fjölmiðlafræði og helstu hugtökum hennar. Fjölbreyttir miðlar eru skoðaðir, uppruni þeirra og staða í vaxandi tæknisamfélagi. Fjallað er um samfélagsmiðla og gervigreind, siðferðileg álitamál því tengt og áhrif á einstaklinga og samfélag. Sérstök áhersla er lögð á að auka fjölmiðlalæsi nemenda, sem nýtist þeim í daglegu lífi, námi og störfum. Þá kynnast nemendur starfsumhverfi og vinnubrögðum blaðaog fréttamanna og æfa sig í mismunandi formum miðlunar upplýsinga.
Námsmat:
Fjölmiðlafræði er símatsáfangi, þ.e. námsmat er í formi fjölbreyttra verkefna sem skilað er jafnt og þétt yfir önnina