FÉLA2BS05 - Stjórnmálafræði

Stutt lýsing á efni áfanga:
Í áfanganum er stjórnmálafræðin kynnt sem fræðigrein og sett í samhengi við málefni líðandi stundar. Fjallað er sérstaklega um íslensk stjórnmál og stjórnmálaflokka. Nemendur öðlast skilning á helstu hugtökum stjórnmálafræðinnar og læra að greina helstu hugmyndastrauma og stefnur stjórnmálanna. Helstu stefnur verða kynntar og greindar út frá vinstri-hægri kvarða, þar sem mat er lagt á afstöðu þeirra til breytinga og gilda. Markmiðið er að nemendur geti lagt gagnrýnið mat á átök í stjórnmálum og rökstutt slíkt mat.

Námsmat:
Námsmat er í formi prófa og verkefnavinnu.