FÉLA3CM05 - Mannfræði

Stutt lýsing á áfanganum:

Þessi áfangi gefur innsýn í mannfræði sem vísindagrein og aðferðafræði hennar, ethnógrafíuna. Áhersla er lögð á að nemendur kynni sér þróunarhugtakið á gagnrýninn hátt í tengslum við þróun mannsins og þróun samfélaga. Meginmarkmið áfangans er að nemendur geri sér grein fyrir fjölbreytileika menningarsamfélaga og hvernig mannfræðin nálgast þennan margbreytileika með aðferðum sínum og sjónarhorni. Einnig er ætlast til að nemendur átti sig á gagnkvæmum tengslum framandleika og kunnugleika.

Námsmat: 

Verkefni og hlutapróf