FÉLA3CÞ05 - Hnattræn félagsfræði með mannfræðilegum áherslum
Stutt lýsing á áfanganum:
Þessi áfangi skoðar helstu áskoranir heimsins í dag, t.d. fátækt, loftslagsbreytingar, fólksflutningar, fjölmenningu og mannréttindi, og hvernig mismunandi samfélög bregðast við. Nemendur kynnast aðferðafræði mannfræðinnar og skoða þróunarhugtakið með gagnrýnu
sjónarhorni. Er ein rétt leið til að þróast? Og réttlætir það vald, ójöfnuð og afskipti stórvelda af öðrum löndum? Markmiðið er að nemendur fái dýpri skilning á fjölbreytileika samfélaga og þeim ólíku leiðum sem fólk fer til að takast á við ytri áskoranir. Við veltum einnig fyrir okkur hvernig framandi og kunnugleg menning tengjast og móta skilning okkar á heiminum.
Námsmat:
Verkefni, ritgerð og hlutapróf.