FRAN2DM05 - Kvikmyndir og menning

Stutt áfangalýsing:

Í þessum áfanga gefst kostur á að dýpka skilning á menningu Frakklands og kynna sér hin ýmsu héruð Frakklands. Einnig verða bækur lesnar og horft á kvikmyndir.

Markmið

Skilningur:

  1. Hlustun: Nemandi á að geta skilið heildarsamhengi í kvikmyndunum þótt hann skilji ekki hvert orð og skilja það sem fer fram á frönsku í áfanganum.
  2. Lestur: Nemandi á að geta lesið og skilið texta og léttlestrarbók/smásögur.

Talað mál :

  1. Samræður: Nemandi á að geta tjáð sig við aðra nemendur og kennara um efni áfangans.
  2. Frásögn: Nemandi á að: geta sagt frá þræði kvikmyndar og léttlestrarbókarinnar/smásagnanna Nemandi á að geta fjallað um frönskumælandi landsvæði munnlega

Ritun:

Nemandi á að geta fjallað um efni áfangans skriflega.

Námsmat:

Símatsáfangi. Framfarir nemenda eru stöðugt metnar og tekið er tillit til allra færniþátta.