Stutt lýsing á áfanga:
Í þessum áfanga gefst kostur á að dýpka skilning á menningu viðkomandi tungumálasvæðis.
Áfram er unnið með færniþættina fjóra, hlustun, lestur, tal og ritun eftir því sem
viðfangsefni gefa tilefni til. Ætlast er til að nemendur sýni meira sjálfstæði en fyrr í að afla
sér upplýsinga og nýta sér hina ýmsu miðla. Unnið er með námsefni af menningarlegum
toga og jafnframt er stuðst viðkvikmyndir í þessum áfanga. Nemendur lesa bókmenntir og texta tengda menningu hins frönskumælandi heims
með það að leiðarljósi að auka orðaforða og þekkingu á sérkennum hans. Þemun geta verið
einstök lönd, saga, stjórnmál, siðir, hefðir og einstakar listgreinar.
Námsmat: Framfarir nemenda eru stöðugt metnar og tekið er tillit til allra færniþátta.
Áfanginn er próflaus.