FRAN2EF05 - Parísaráfangi

Áfangalýsing

Í þessum áfanga vinna nemendur að undirbúningi ferðar til Parísar sem farin er í lok áfangans. Áfram er unnið með færniþættina fjóra, hlustun, lestur, tal og ritun eftir því sem viðfangsefni gefa tilefni til. Ætlast er til að nemendur sýni sjálfstæði í að afla sér upplýsinga og nýta sér hina ýmsu miðla. Unnið er með námsefni af menningarlegum toga sem tengist París.

Áfangamarkmið

Skilningur

  1. Hlustun: Nemandi á að: geta fylgt meginþræði í samræðum um málefni sem tengjast stuttri dvöl í París, s.s. að skilja samtal í verslun eða á veitingahúsi, frásögn innfæddra um einfalt efni.
  2. Lestur: Nemandi á að: geta lesið og skilið texta sem tengjast París og geta áttað sig á meginefni þyngri texta þó hann skilji ekki hvert orð.

Talað mál

  1. Samræður: Nemandi á að geta haldið uppi samræðum á veitinga-/kaffihúsum eða í verslun, spurt til vegar og spjallað um einföld þemu við innfædda.
  2. Frásögn: Nemandi á að: geta sagt frá sjálfum sér, sagt frá efni sem honum finnst áhugavert um París og geta sagt frá dvöl í öðru landi.

Ritun

Nemandi á að: geta skrifað texta um staði og menningarlega tengda þætti sem tengjast París, hann á að geta skrifað um væntingar sínar til fyrirhugaðrar ferðar.

Námsmat

Áfanginn er próflaus en nemendur vinna verkefni sem metin eru til einkunnar. Mætingarskylda er 90%.